Eigandinn
Samfélagsleg ábyrgð
Eigandinn
Styðjum samfélagslega ábyrgð

Við erum trú hlutverki okkar og framfylgjum stefnu stjórnvalda um bætta lýðheilsu. Við styðjum samfélagslega ábyrgð í áfengis- og tóbaksmálum í sátt við samfélagið.

Rekstur
Eigandinn
Rekstur

Stór hluti tekna ÁTVR er með einum eða öðrum hætti hluti af tekjum ríkissjóðs, í formi áfengis- og tóbaksgjalda, virðisaukaskatts og arðs. Í ár nam þessi upphæð um 29.980 milljónum króna, en var 30.780 milljónir króna árið 2020. Alls nam arður ÁTVR til ríkissjóðs 500 milljónum króna.

1. janúar 2021 voru gerðar breytingar á áfengisgjöldum. Gjöldin hækkuðu um 2,5% á alla flokka, það er bjór, léttvín og sterkt áfengi. Á sama tíma hækkaði tóbaksgjald á vindlinga, vindla og neftóbak um 2,5%.

Hagnaður
Eigandinn
Hagnaður og sölutölur

Hagnaður ÁTVR var 1.631 milljón króna, í samanburði við 1.821 milljón króna árið 2020. Rekstrartekjur ársins voru 45.050 milljónir króna. Rekstrargjöld námu 43.289 milljónum króna, þar af var vörunotkun 38.366 milljónir króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 2.049 milljónir króna, eða 4,5%. Arðsemi eiginfjár á árinu var 30%.

Beint efnahagslegt virði sem er skapað og dreift

Tölur í sviga sýna 2020.

Hagnaður
1.631
milljónir króna
Arður til ríkissjóðs
500
milljónir króna
Sala áfengis
Eigandinn
Sala áfengis

Tekjur af sölu áfengis voru 35.588 milljónir króna án vsk. og hækkuðu um 2,8% milli ára. Alls voru seldir 26,4 milljónir lítra af áfengi. Sala ársins var 1,6% minni í lítrum í samanburði við fyrra ár. Sala jókst á sterku áfengi um 12% en dróst saman í öðrum flokkum, um 2,8% í léttvíni og 2,2% í bjór.

korkur-1620x1200.jpg
Sala tóbaks
Eigandinn
Sala tóbaks

Tekjur af sölu tóbaks voru 9.372 milljónir króna án vsk. og minnkuðu um 7,5% milli ára. Sala tóbaks dróst saman í öllum flokkum. Sala á neftóbaki var tæplega 35% minni í magni en árið á undan og sala á sígarettum minnkaði um tæp 7% á milli ára.

Neftóbak
16,5
tonn seld
Sala á vindlingum
7%
samdráttur
Breyting á sölu áfengis 2020 - 2021
Breyting á sölu tóbaks 2020 - 2021
Framkvæmdir
Eigandinn
Framkvæmdir í Vínbúðum

Ýmsar framkvæmdir voru í Vínbúðum á árinu. Vínbúðirnar á Höfn í Hornafirði og Kirkjubæjarklaustri fengu andlitslyftingu. Starfsmannaaðstaða var endurnýjuð og bætt í Vínbúðunum Kringlunni og Austurstræti. Vínbúðin Borgartúni lokaði í febrúar. Ný Vínbúð var opnuð við Mývatn. Unnið var að endurbótum í Vínbúðunum Heiðrúnu og Vínbúðinni Mosfellsbæ. Framkvæmdir við húsnæði ÁTVR að Stuðlahálsi héldu áfram og hafist var handa við endurnýjun þaks á Vínbúðinni Akureyri. Í lok ársins hófust framkvæmdir við nýtt húsnæði á Egilsstöðum sem ÁTVR hefur tekið á leigu fyrir nýja vínbúð.

51
Vínbúð um allt land
13
Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu
Vörudreifing
Eigandinn
Vörudreifing

Með markvissri vörustjórnun er leitað leiða til að koma vörum til Vínbúða á sem skilvirkastan hátt. Um leið er hugað að því að lágmarka umhverfisáhrif flutninga. ÁTVR dreifir vörum með eigin bifreiðum á höfuðborgarsvæðið, til Akraness, Borgarness, Reykjanesbæjar, Grindavíkur og í sex Vínbúðir á Suðurlandi; Hveragerði, Þorlákshöfn, Selfoss, Flúðir, Hellu og Hvolsvöll. Aðrir flutningar eru boðnir út.

Til að auðvelda orkuskipti eigin bíla og hvetja starfsfólk til að nýta sér rafmagnsbíla þá hafa verið settar upp 22 hleðslustöðvar á Stuðlahálsi auk fjögurra sem ætlaðar eru starfsfólki og viðskiptavinum Heiðrúnar.