Viðskiptavinir
Framúrskarandi þjónusta
Viðskiptavinir
Framúrskarandi þjónusta

Við veitum framúrskarandi og fjölbreytta þjónustu með jákvæðu viðmóti, virðingu og faglegri ráðgjöf. Það er okkur hjartans mál að mæta þörfum og væntingum viðskiptavina með fagmennsku og fræðandi upplýsingum.

Að vera í hópi bestu þjónustufyrirtækja landsins
Viðskiptavinir
Að vera í hópi bestu þjónustufyrirtækja landsins
Vínbúðin er í hópi bestu þjónustufyrirtækja landsins með fjórðu hæstu einkunn allra fyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginni.

Íslenska ánægjuvogin er mikilvægur mælikvarði til að fylgjast með hvort markmiðið að vera eitt af bestu þjónustufyrirtækjum landsins, náist. Þegar kemur að samanburði er sérstaklega horft til fyrirtækja annars vegar á matvörumarkaði og hins vegar til smásölumarkaðarins sem heild. Árangur ársins var ekki eins góður og undanfarin ár. Niðurstöður verða rýndar með það að markmiði að leita leiða til að ná betri árangri í framtíðinni. Vínbúðin var með næsthæstu einkunn ef miðað er við matvöruverslanir en ef miðað er við smásöluverslanir sem heild var Vínbúðin í níunda sæti, af alls 18 fyrirtækjum. Einkunn lækkaði á milli ára, er nú 70,1 en var árið áður 75,4. Heildareinkunn allra fyrirtækja lækkaði lítillega. Alls voru birtar niðurstöður 37 fyrirtækja í 13 atvinnugreinum.

Ánægja viðskiptavina
Vínbúðin
Öll fyrirtæki
Einkunn í Íslensku ánægjuvoginni og samanburður við meðaltal annarra fyrirtækja. Einkunn á skalanum 0 – 100. Könnun framkvæmd af Prósent ehf.
starfsmadur_adstoda_gsm-1620x1200.jpg

Árlega framkvæmir Gallup þjónustukannanir og mælir ánægju viðskiptavina í hverri Vínbúð fyrir sig. Tilgangur kannana er að fá fram skoðun viðskiptavina á þeim þáttum sem taldir eru mikilvægastir. Viðskiptavinir gefa einkunn fyrir þjónustu, vöruval, viðmót og þekkingu starfsfólks. Vínbúðirnar eru flokkaðar í minni og stærri búðir eftir vöruvali. Í flokki stærri búða eru allar Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu auk Vínbúðanna á Akureyri, í Reykjanesbæ og á Selfossi. Helstu mælikvarðar eru ánægja með þjónustu og viðmót starfsfólks. Almennt er einkunn minni Vínbúða, sem allar eru á landsbyggðinni, hærri en þeirra stærri. Einkunnir lækka lítillega á milli ára en í öllum tilfellum er heildarniðurstaðan á styrkleikabili, það er hærri en 4,20 af 5 mögulegum. Niðurstöðurnar eru rýndar og nýttar til umbóta.

Á heildina litið, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með þjónustu Vínbúðarinnar?
2020
2021
Mælt á kvarðanum 1-5. Þjónustukönnun Gallup meðal viðskiptavina Vínbúðanna sept. – des. 2021.
Hversu gott eða slæmt finnst þér viðmót starfsfólks Vínbúðanna almennt vera?

2020
2021
Mælt á kvarðanum 1-5. Þjónustukönnun Gallup meðal viðskiptavina Vínbúðanna sept. – des. 2021.
Vefurinn
Viðskiptavinir
Vefurinn

Á vefsíðunni vinbudin.is er að finna greinagóðar upplýsingar meðal annars um starfsemina, vöruval, opnunartíma og staðsetningu Vínbúða. Markmiðið er að heimasíðan sé aðgengileg bæði hvað varðar praktíska þætti eins og opnunartíma og vöruval, en ekki síður að fræða viðskiptavini með því að birta greinar sem tengja saman vín og mat. Auk þess eru birtar fjölmargar uppskriftir sem hægt er að tengja við vín sem henta með hverjum rétti.

Á árinu var gerð sú breyting á vefbúðinni, að til að geta verslað þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Breytingin er gerð til að tryggja eins vel og kostur er að viðskiptavinir hafi náð 20 ára aldri. Mínar síður hafa fengið góðar viðtökur og er góð viðbót við þjónustu á heimasíðunni. Á mínum síðum er hægt að setja vörur á topplista, gefa einkunn og skrifa minnisatriði, auk þess er hægt að nálgast vefpantanir og skoða stöðu þeirra. Vöruval í vefbúð hefur aukist jafnt og þétt. Auk vara í vöruvali Vínbúðanna er hægt að velja úr um 800 tegundum af vörum í sérpöntun. Fjöldinn hefur vaxið jafnt og þétt og er enn vaxandi. Í heildina geta viðskiptavinir valið úr um 4000 tegundum í vefbúð og fengið afhent sér að kostnaðarlausu í Vínbúð að eigin vali.

vinbudin.is
2.244
þúsund heimsóknir á árinu
Fjöldi viðskiptavina
Viðskiptavinir
Fjöldi viðskiptavina

Alls fengu rúmlega 5,5 milljónir viðskiptavina þjónustu hjá Vínbúðunum. Viðskiptavinum fækkaði um 0,6% á milli ára á sama tíma og sala dróst saman um 1,6%. Flestir viðskiptavinir koma í lok vikunnar á föstudögum og laugardögum eða um 50% af viðskiptavinafjöldanum.

Flestir viðskiptavinir heimsóttu Vínbúðirnar 31. mars 2021 sem var miðvikudagurinn fyrir páskahelgina, þann dag komu tæplega 44 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar. Í heildina eru það fjórir dagar á árinu sem viðskiptavinafjöldinn er um eða yfir 40 þúsund. Til samanburðar þá er meðalfjöldi viðskiptavina á hefðbundnum föstudegi tæplega 32 þúsund.

Hlutfall viðskiptavina eftir dögum

Annatími

image (5)

Fjöldi viðskiptavina
Flokkað eftir stærstu dögum ársins ásamt samanburði meðalfjölda á föstudegi
5.518
þúsund viðskiptavinir

ÁTVR hefur með markvissum hætti hvatt viðskiptavini til að draga úr notkun einnota burðarpoka með því að bjóða fjölbreytt úrval af fjölnota burðarpokum á hagstæðu verði. Um mitt árið var sölu á einnota burðarpokum hætt. Viðskiptavinir hafa almennt tekið vel í breytinguna og í auknum mæli nýta þeir sér að endurnota pappakassa auk þess að nota fjölnota burðarpoka.

2021 2020 % breyting
Seldir lítrar 26.386.024 26.810.077 -1,6%
Fjöldi viðskiptavina 5.517.663 5.549.232 -0,6%
Einnota burðarpokar 681.185 1.307.179 -47,9%
Fjölnota burðarpokar 79.093 65.608 20,6%
Hlutfall viðskiptavina sem kaupa einnota burðarpoka 12,3% 23,6% -48%
4,1
milljónir í pokasjóð
12,3%
viðskiptavina kaupa einnota burðarpoka
79.093
fjölnota pokar seldir
Vínbúðir ársins
Viðskiptavinir
Vínbúðir ársins

Öllum Vínbúðum eru sett mælanleg markmið til að meta árangur í rekstri. Markmiðin eru meðal annars um skilríkjaeftirlit, ánægju með þjónustu, viðmót starfsfólks, rýrnun og gæðaeftirlit. Vínbúðunum er skipt í tvo flokka eftir fjölda tegunda í vöruvali, stærri og minni Vínbúðir. Í flokki stærri Vínbúða eru þær 16, en 35 í flokki þeirra minni. Mánaðarlega eru niðurstöður mælinga birtar og gerðar aðgengilegar öllum Vínbúðum.

Árlega er starfsfólki þeirra Vínbúða sem bestum árangri ná, veitt viðurkenning. Að þessu sinni var Vínbúðin í Spönginni valin Vínbúð ársins í flokki stærri Vínbúða og í flokki minni Vínbúða var það Vínbúðin á Akranesi. Auk þess fékk Vínbúðin Heiðrún sérstök hvatningarverðlaun fyrir frábæran árangur þrátt fyrir miklar framkvæmdir í Vínbúðinni nær allt árið.

Vínbúð ársins

í flokki stærri

Vínbúða 2021

Spöngin

Vínbúð ársins

í flokki minni

Vínbúða 2021

Akranes
Ábyrgt vöruval
Viðskiptavinir
Ábyrgt vöruval
stelpa–adstoda-1620x1200.jpg
Norrænt samstarf á sviði samfélagsábyrgðar

Aukin umræða um samfélagsábyrgð í nútíma samfélögum gerir í auknu mæli kröfu til fyrirtækja um mikla ábyrgð á sviði samfélagsábyrgðar. Árið 2009 hófu norrænu áfengiseinkasölurnar, Alko í Finnlandi, Systembolaget í Svíþjóð, Vinmonopolet í Noregi, Rúsdrekkasøla Landsins í Færeyjum og ÁTVR samstarf á sviði samfélagsábyrgðar. Samstarfið hefur aukist jafnt og þétt og megináherslan hefur á undanförnum árum verið á siðferðilegar grundvallarreglur í aðfangakeðjunni auk umhverfis- og loftslagsmála.

Markmið samstarfsins er að tryggja, eins vel og kostur er, að allt áfengi sé framleitt samkvæmt alþjóðlegum samþykktum og siðareglum, sé þannig bæði gott fyrir fólk og umhverfi.

Allar einkasölurnar eru meðlimir í alþjóðasamtökunum amfori, en markmið þeirra er að tryggja aukna samfélagsábyrgð í aðfangakeðjunni. Í gegnum árin hafa helstu vínframleiðslulönd heims verið heimsótt þar sem fundað hefur verið með helstu hagsmunaaðilum. Á fundunum hafa siðareglur sem einkasölurnar hafa lagt til grundvallar verið kynntar. Siðareglurnar byggja á siðareglum amfori. Verkefninu er ætlað að leiðrétta hegðun, ef úrbóta er þörf, en ekki útiloka vörur nema önnur úrræði hafi verið fullreynd. Á undanförnum árum hafa Alko, Systembolaget og Vinmonopolet staðið fyrir fjölda úttekta á vegum alþjóðlegra úttektaraðila í samstarfi við amfori.

Úttektirnar byggja á því að meta framleiðendur og/eða ræktendur á grundvelli siðareglnanna og gera áætlun til úrbóta ef þörf er á. Í ár þurfti að fresta fjölda úttekta þegar heimsfaraldur skall á, en um leið og aðstæður leyfa verður haldið áfram þar sem frá var horfið. Allar niðurstöður úttekta eru birtar einkasölum á sérstöku vefsvæði amfori. Á undanförnum árum hefur samstarfið við amfori aukist mikið bæði á sviði námskeiða fyrir framleiðendur og aðra hagsmunaaðila, en ekki síður á sviði rannsókna.

Vöruval

Vöruval Vínbúðanna byggir á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi (nr.1106/2015) með síðari breytingum. Í grunninn ræðst vöruvalið af eftirspurn viðskiptavina. Vöruval byggir á þremur megin söluflokkum, kjarna, reynslu og sérflokki. Auk þess eru smærri tímabundnir flokkar sem tengjast ákveðnum árstíðum eða tímabilum, svo sem þorra, sumri og jólum. Kjarni er megin söluflokkurinn og myndar grunn að vöruvali hverrar Vínbúðar. Vöruval í kjarna er endurmetið þrisvar á ári.

Reynsluflokkur er ætlaður nýjum vörum og fær dreifingu í fjórar Vínbúðir við upphaf sölu. Vínbúðirnar eru Heiðrún, Álfrún, Kringlan og Skútuvogur. Ef reynsluvara nær tilteknum viðmiðum í sölu færist hún í kjarna og verður þar með fáanleg í fleiri Vínbúðum. Á hverju tímabili eru 100 söluhæstu vörunum í reynsluflokki dreift í þrjár Vínbúðir til viðbótar þeim fjórum sem hafa allan reynsluflokkinn, þær eru Vínbúðirnar Dalvegur, Skeifan og Akureyri.

Sérflokki er ætlað að mæta óskum viðskiptavina og styðja stefnuna um að veita framúrskarandi þjónustu og bjóða vöruval sem byggir á fjölbreytni og gæðum.

3.867
vörur í vöruvali
75%
viðskiptavina ánægðir með vöruvalið
762
nýjar vörur í reynslusölu á árinu

Vínbúðum er skipt í stærðarflokka og grundvallast röðun þeirra í flokka eftir sölu. Alls eru flokkarnir níu. Í minnsta flokknum K1 eru að lágmarki 100 vörur í grunnvöruvali, í þeim stærsta K9 eru að lágmarki 1.500 vörur. Vöruval minnstu Vínbúðanna er þó nær því að vera 200 vörur í heildina og mesta vöruval í Vínbúð eru 3000 vörur. Viðskiptavinir nýta sér í auknu mæli að geta pantað vörur í vefbúð og fá afhentar í Vínbúð að eigin vali eða sækja beint í afgreiðslu dreifingarmiðstöðvar á Stuðlahálsi. Veisluvín eru einnig í auknu mæli afgreidd beint frá dreifingarmiðstöð. Þegar litið er á hlutdeild Vínbúða í heildarsölu þá hafa K1 - K5 Vínbúðir, vefbúð og veisluvín um 21% hlutdeild en ef litið er á fjölda Vínbúða í hlutfalli við heildarfjölda þeirra þá er hlutfall þeirra 68%.

Markaðshlutdeild Vínbúðaflokka í heildarsölu Vínbúða
Vínbúðir flokkaðar eftir stærð

Sérstakar áherslur í vöruvali

Sérstakar áherslur hafa verið í vöruvali einstakra Vínbúða. Bjór hefur fengið aukna dreifingu í Vínbúðina í Skútuvogi og Heiðrúnu. Léttvín og sterkt áfengi í dýrari verðflokkum hafa fengið dreifingu í Vínbúðirnar Heiðrúnu og Kringluna. Allt vöruval verður fáanlegt í Vínbúðinni Heiðrúnu og hefur á árinu verið unnið að endurbótum á versluninni til að mæta auknu vöruvali.

ÁTVR leggur áherslu á að bjóða vörur sem framleiddar eru í sátt við samfélag og umhverfi. Á undanförnum árum hefur verið lögð áhersla á að auka fjölbreytni lífrænt vottaðra vara. Rannsóknir sýna að lífræn ræktun bindur meira kolefni en önnur ræktun og stuðlar að sjálfbærni. Í árslok voru 207 tegundir af lífrænt vottuðum vörum í sölu, flestar vín og voru um 10% af seldum lítrum léttvíns lífrænt vottuð. Viðskiptavinir geta með auðveldum hætti leitað á vinbudin.is að sjálfbærum kostum eins og lífrænu, bíódínamísku og sanngjarnri framleiðslu.

floskur-1620x1200.jpg
Gæðaeftirlit vöru

Allar vörur fara í gegnum skoðun og gæðaeftirlit áður en þær eru samþykktar í sölu. Það er gert til að tryggja að þær uppfylli formskilyrði laga og reglna. Auk þess að fara í skynmat hjá þjálfuðum hópi vínfræðinga eru vín mæld í sérhæfðu mælitæki . Auk þess að mæla alkóhól, er meðal annars mældur sykur, súlfít, sýra og fleiri þættir sem gagnast við gæðaeftirlit. Þannig er hægt að veita viðskiptavinum sem áreiðanlegastar upplýsingar.

Á árinu voru framkvæmdar 2267 mælingar. Flestar mælingar staðfestu réttar merkingar. Í 83 tilvikum, eða 3,7%, fundust frávik frá uppgefnu alkóhólmagni. Brugðist er við ef frávik eru fyrir utan skilgreind viðmiðunarmörk.

Vörugæði og neysluöryggi eru meginstoðir í ábyrgri starfsemi ÁTVR. Fjöldi skilaðra eininga á árinu voru 3.633 sem er fækkun á milli ára. Flest vöruskil má rekja til korkskemmda. Af hverjum 100 þúsund seldum einingum var um sex skilað. Fjöldi innkallana á árinu voru 31. Helstu orsakir voru frávik í gæðum.