Ársreikningur
Staðfesting stjórnenda
Ársreikningur
Staðfesting stjórnenda

Árið 2021 var, líkt og árið 2020, óvenjulegt þegar litið er til rekstrarumhverfis og takmarkana í samfélaginu vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Afkoma var umfram áætlun og nam hagnaður ársins 1.631 m.kr.

Áfengi var selt fyrir 39,5 ma.kr. með virðisaukaskatti. Í lítrum dróst sala áfengis saman um 1,6% á milli ára. Alls seldust 26.386 þús. lítrar, þar af var bjórsala 20.122 þús. lítrar.

Sala tóbaks nam 11,6 ma.kr. með virðisaukaskatti. ÁTVR innheimtir tóbaksgjald. Gjaldið nam 5.489 m.kr. á árinu 2021 og lækkaði um 481 m.kr. frá árinu á undan. Sala vindlinga í magni dróst saman um 7%.

Sala vindlinga nam 876,9 þús. kartonum og af vindlum seldust 4.270 þúsund stykki. Selt magn neftóbaks var 16.538 kg og var samdráttur 35% frá fyrra ári.

Viðskiptavinafjöldi ársins var 5,5 milljónir sem eru 0,6% færri viðskiptavinir en árið á undan. Eignir námu 8.403 m.kr., skuldir voru 1.833 m.kr. og eigið fé nam 6.570 m.kr. í árslok 2021. Greiddur var 500 m.kr. arður í ríkissjóð.

Á árinu fengu 647 starfsmenn greidd laun hjá ÁTVR. Margir eru í hlutastarfi. Ársverk voru 342, sem er um 2,8% fækkun ársverka á milli ára.

Ýmsar framkvæmdir voru á árinu. Sett voru upp ný afgreiðsluborð í Vínbúðinni á Reyðarfirði og Vínbúðin í Ólafsfirði fékk andlitslyftingu. Skipt var um gólfefni, málað og lýsing endurnýjuð. Í febrúar var Vínbúðinni Borgartúni lokað og starfsemi á vegum ÁTVR hætt.

Vínbúðirnar á Höfn í Hornafirði og Kirkjubæjarklaustri fengu andlitslyftingu. Starfsmannaaðstaða var endurnýjuð og bætt í Vínbúðunum Kringlunni og Austurstræti. Ný Vínbúð var opnuð við Mývatn. Unnið var að endurbótum í Vínbúðunum Heiðrúnu og Vínbúðinni Mosfellsbæ.

Framkvæmdir við húsnæði ÁTVR að Stuðlahálsi héldu áfram og hafist var handa við endurnýjun þaks á Vínbúðinni Akureyri. Í lok ársins hófust framkvæmdir við nýtt húsnæði á Egilsstöðum sem ÁTVR hefur tekið á leigu fyrir nýja Vínbúð.

Lög um um gjald af áfengi og tóbaki var breytt í upphafi árs þannig að bæði áfengisgjald og tóbaksgjald var hækkað um 2,5%.

Forstjóri ÁTVR staðfestir ársreikning fyrirtækisins fyrir árið 2021 með undirritun sinni.

Reykjavík, 31. mars 2022.

Undirritað rafrænt

Ívar J. Arndal, forstjóri.

Áritun ríkisendurskoðanda
Ársreikningur
Áritun ríkisendurskoðanda
Til fjármála- og efnahagsráðherra
Forsendur, hlutverk og ábyrgð ríkisendurskoðanda

Ríkisendurskoðandi starfar á grundvelli laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga og siðareglur alþjóðasamtaka ríkisendurskoðana. Hlutverk ríkisendurskoðanda er að tryggja að fram fari endurskoðun og eftirlit í samræmi við 4. gr. laganna.

Ríkisendurskoðandi ber húsbóndaábyrgð á störfum þeirra endurskoðenda sem starfa hjá Ríkisendurskoðun og framkvæma endurskoðun á grundvelli laga um endurskoðendur og endurskoðun, lögum um ársreikninga og þeim almennu reglum sem þeir hlíta samkvæmt alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum.

Endurskoðunin var framkvæmd í samræmi við lög nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga.

Ríkisendurskoðun, mars 2022

Undirritað rafrænt

Guðmundur Björgvin Helgason

Starfandi ríkisendurskoðandi

Áritun endurskoðanda
Ársreikningur
Áritun endurskoðanda
Til fjármála- og efnahagsráðherra
Álit

Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning ÁTVR fyrir árið 2021. Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning, efnahagsreikning, sjóðstreymisyfirlit, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar.

Það er álit okkar að ársreikningurinn sýni glögga mynd af fjárhagsstöðu ÁTVR 31. desember 2021, afkomu fyrirtækisins og breytingu á handbæru fé á árinu 2021, í samræmi við lög um opinber fjármál og lög um ársreikninga.

Grundvöllur fyrir áliti

Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla fyrir opinbera aðila. Ábyrgð samkvæmt þeim stöðlum er nánar lýst í kaflanum um ábyrgð endurskoðanda hér á eftir. Við erum óháð ÁTVR og höfum starfað í samræmi við lög nr. 46/2016 um Ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga og siðareglur Ríkisendurskoðunar. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægjanlegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á.

Ábyrgð forstjóra á ársreikningnum

Forstjóri er ábyrgur fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um bókhald og lög um opinber fjármál með vísan til laga um ársreikninga. Forstjóri er einnig ábyrgur fyrir því innra eftirliti sem nauðsynlegt er að sé til staðar við gerð og framsetningu ársreikningsins, þannig að hann sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka.

Ábyrgð endurskoðanda á endurskoðun ársreikningsins

Markmið okkar er að afla nægjanlegrar vissu um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka, hvort sem er af völdum sviksemi eða mistaka og að gefa út áritun sem felur í sér álit á ársreikningnum.

Nægjanleg vissa er mikið öryggi, en ekki trygging þess að endurskoðun sem framkvæmd er í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla muni uppgötva allar verulegar skekkjur séu þær til staðar. Skekkjur geta orðið vegna mistaka eða sviksemi og eru álitnar verulegar ef þær gætu haft áhrif á fjárhagslega ákvarðanatöku notenda ársreikningsins, einar og sér eða samanlagðar.

Endurskoðun var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla fyrir opinbera aðila en hún byggir á faglegri dómgreind og gagnrýnni hugsun. Við framkvæmum einnig eftirfarandi:

  • Greinum og metum hættuna á verulegri skekkju í ársreikningnum, hvort sem er vegna mistaka eða sviksemi, hönnum og framkvæmum endurskoðunaraðgerðir til að bregðast við þeirri hættu og öflum endurskoðunargagna sem eru nægjanleg og viðeigandi til að undirbyggja álit á reikningnum. Hættan á að uppgötva ekki verulega skekkju vegna sviksemi er meiri en að uppgötva ekki skekkju vegna mistaka, þar sem sviksemi getur falið í sér samsæri, fölsun, villandi framsetningu ársreiknings, að einhverju sé viljandi sleppt eða að farið sé framhjá reglum innra eftirlits.
  • Öflum skilnings á innra eftirliti í þeim tilgangi að skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðgerðir og meta hvort það tryggir viðunandi árangur.
  • Metum hvort reikningsskilaaðferðir og reikningshaldslegt mat stjórnenda ásamt tengdum skýringum séu viðeigandi í samræmi við reikningsskilareglur.
  • Ályktum um notkun stjórnenda á forsendunni um rekstrarhæfi og metum á grundvelli endurskoðunarinnar hvort verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi eða hvort aðstæður séu til staðar sem gætu valdið verulegum efasemdum um rekstrarhæfi. Ef við teljum að verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi ber okkur að vekja sérstaka athygli á viðeigandi skýringum ársreikningsins í áritun okkar. Ef slíkar skýringar eru ófullnægjandi þurfum við að víkja frá fyrirvaralausri áritun. Niðurstaða okkar byggir á endurskoðunargögnum sem aflað er fram að dagsetningu áritunar okkar. Engu að síður geta atburðir eða aðstæður í framtíðinni valdið óvissu um rekstrarhæfi fyrirtækisins.
  • Metum í heild sinni hvort ársreikningurinn gefi glögga mynd af undirliggjandi viðskiptum og atburðum, metum framsetningu, uppbyggingu og innihald, þar með talið skýringar með tilliti til glöggrar myndar.

Okkur ber skylda til að upplýsa forstjóra ÁTVR um áætlað umfang og tímasetningu endurskoðunarinnar. Jafnframt var upplýst um mikilvæg atriði sem fram komu við endurskoðunina, þar á meðal eftir atvikum verulega annmarka á innra eftirliti.

Ríkisendurskoðun, mars 2022

Undirritað rafrænt

Óskar Sverrisson

Endurskoðandi

Rekstrarreikningur
Ársreikningur
Rekstrarreikningur
Skýr. 2021 2020
Rekstrartekjur
Sala áfengis 35.588.093 34.635.754
Sala tóbaks 9.372.177 10.077.180
Sala umbúða o.fl. 89.770 191.085
45.050.040 44.904.019
Rekstrargjöld
Vörunotkun 10 38.365.980 38.051.716
Laun og launatengd gjöld 11 3.218.497 3.201.232
Húsnæðiskostnaður 758.306 808.909
Sölu- og dreifingarkostnaður 220.525 200.567
Stjórnunar- og skrifstofukostnaður 378.505 380.993
Annar rekstrarkostnaður 59.382 54.329
Afskriftir 13 287.658 275.565
43.288.853 42.973.311
Rekstrarhagnaður 1.761.187 1.930.708
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 12 (130.095) (109.399)
Hagnaður ársins 1.631.092 1.821.309
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
Efnahagsreikningur
Ársreikningur
Efnahagsreikningur
Skýr. 2021 2020
Eignir
Rekstrarfjármunir 4,13 1.560.432 1.540.397
Eignarhlutir í öðrum félögum 5,14 7.500 7.500
Fastafjármunir samtals 1.567.932 1.547.897
Birgðir 6,15 2.700.902 2.345.597
Viðskiptakröfur 7,16 1.064.540 1.130.002
Handbært fé 8 3.069.841 2.285.228
Veltufjármunir samtals 6.835.283 5.760.827
Eignir samtals 8.403.215 7.308.724
Eigið fé og skuldir
Eigið fé
Óráðstafað eigið fé 17 6.570.027 5.438.935
Eigið fé samtals 6.570.027 5.438.935
Skammtímaskuldir
Lánardrottnar 9 1.067.872 1.071.660
Aðrar skammtímaskuldir 765.316 798.129
Skammtímaskuldir samtals 1.833.188 1.869.789
Eigið fé og skuldir samtals 8.403.215 7.308.724
Skuldbindingar 18
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
Sjóðstreymi
Ársreikningur
Sjóðstreymi
Skýr. 2021 2020
Rekstrarhreyfingar
Hagnaður ársins 1.631.092 1.821.309
Rekstrarliðir sem ekki hafa áhrif á sjóðstreymi:
Afskriftir 13 287.658 275.565
Söluhagnaður af fastafjármunum (3.275) (98.033)
Veltufé frá rekstri 1.915.475 1.998.841
Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum:
Birgðir, hækkun (355.305) (401.004)
Skammtímakröfur, lækkun 65.462 1.026.338
Skammtímaskuldir, hækkun (lækkun) (36.601) 241.749
(326.444) 867.083
Handbært fé frá rekstri 1.589.031 2.865.924
Fjárfestingarhreyfingar
Fasteignir 13 (61.345)
Innréttingar og annar búnaður 13 (237.093) (245.659)
Bifreiðar 13 (14.137) (58.771)
Söluverð rekstrarfjármuna 8.157 119.298
Fjárfestingarhreyfingar (304.418) (185.132)
Fjármögnunarhreyfingar
Arður til ríkissjóðs 17 (500.000) (1.000.000)
Fjármögnunarhreyfingar (500.000) (1.000.000)
Hækkun á handbæru fé 784.613 1.680.793
Handbært fé í ársbyrjun 2.285.228 604.435
Handbært fé í lok ársins 3.069.841 2.285.228
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
Skýringar
Ársreikningur
Skýringar
Reikningsskilaaðferðir
Grundvöllur reikningsskila

1. Ársreikningur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins er gerður í samræmi við lög nr. 3/2006 um ársreikninga og reglugerð nr. 696/2019 um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga.

Ársreikningurinn byggir á kostnaðarverðsreikningsskilum og er gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður. Ársreikningurinn er gerður í íslenskum krónum.

Skattar

2. Ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki greiða almennt ekki tekjuskatta.

Erlendir gjaldmiðlar og innlendar vísitölur

3. Eignir og skuldir í erlendum gjaldmiðlum eru umreiknaðar í íslenskar krónur í árslok. Viðskipti í erlendum gjaldeyri á árinu eru umreiknuð í íslenskar krónur á viðskiptadegi. Gengismunur sem myndast er færður í rekstrarreikning. Peningalegar eignir og skuldir sem bundnar eru verðtryggingu eru færðar miðað við vísitölur sem tóku gildi 1. janúar 2022. Breytingar sem myndast eru færðar í rekstrarreikning.

Rekstrarfjármunir

4. Varanlegir rekstrarfjármunir eru færðir til eignar á kostnaðarverði. Frá kostnaðarverði eru dregnar reiknaðar afskriftir.

Kostnaðarverð varanlegra rekstrarfjármuna samanstendur af kaupverði og öllum kostnaði við að koma eignunum á viðeigandi stað og í nothæft ástand.

Afskriftir eru reiknaðar sem fastur árlegur hundraðshluti af kostnaðarverði miðað við áætlaðan endingartíma og eignarhaldstíma.

Eignarhlutar í öðrum félögum

5. Eignarhlutar í félögum eru færðir á nafnverði.

Birgðir

6. Birgðir samanstanda af endursöluvörum og rekstrarvörum. Birgðirnar eru metnar á síðasta innkaupsverði að teknu tilliti til gallaðra og úreltra vara.

Viðskiptakröfur

7. Greiðslukortakröfur eru færðar meðal viðskiptakrafna. Viðskiptakröfur eru færðar á kostnaðarverði.

Handbært fé

8. Handbært fé samanstendur af sjóði og bankainnstæðum.

Viðskiptaskuldir

9. Viðskiptaskuldir eru færðar á kostnaðarverði.

Vörunotkun

10. Tóbaksgjald er innheimt við sölu tóbaks og er því skilað mánaðarlega til Skattsins. Tóbaksgjaldið er skilgreint sem hluti af kostnaðarverði seldra vara í bókhaldi ÁTVR. Alls námu greiðslur tóbaksgjalds 5.489 m.kr. á árinu 2021.

Sundurliðun vörunotkunar 2021 2020
Vörunotkun áfengi 30.460.630 29.580.575
Vörunotkun tóbak 7.858.357 8.433.471
Vörunotkun umbúðir 46.993 37.670
Samtals 38.365.980 38.051.716
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
Starfsmannamál

11. Laun og launatengd gjöld sundurliðast þannig:

Sundurliðun launa og launatengdra gjalda 2021 2020
Dagvinnulaun 1.821.939 1.753.900
Yfirvinna 722.373 753.327
Launatengd gjöld 566.677 563.067
Viðbótarframlag til lífeyrissjóðs 97.879 103.422
Áfallið reiknað orlof, breyting 9.630 27.516
Samtals 3.218.497 3.201.232
Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Launagjöld hækka um 0,5 % milli ára. Reiknuð ársverk á árinu 2021 voru 342, 10 færri en 2020. Hækkun launavístölu 2021 var 7,3 %.

Laun og launatengd gjöld vegna forstjóra námu 23,9 m.kr. en voru 22,3 m.kr. árið á undan.

Áunnið orlof starfsmanna til desemberloka er reiknað og fært í ársreikninginn. Það nam 186,5 m.kr. í árslok 2021 en til samanburðar var það 184,8 m.kr. árið áður.

Skuldbindingar ÁTVR vegna eftirlauna núverandi og fyrrverandi starfsmanna voru gerðar upp á árinu 1999. Skuldbindingar sem falla til árlega eru gerðar upp við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins jafnóðum. Samkvæmt uppgjöri LSR voru ógreiddar lífeyrisskuldbindingar B-deildar í árslok 2021 3,7 m.kr. Í lögum nr 127/2016 var gerð breyting um aukaframlag til A-deildar lífeyrisjóðs starfsmanna ríkisins. Hlutur ÁTVR árið 2021 94,1 m.kr en var 100,2 m.kr 2020.

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld

12. Sundurliðun fjármunatekna og (fjármagnsgjalda)

Sundurliðun fjármunatekna og (fjármagnsgjalda) 2021 2020
Vaxtatekjur 19.378 13.196
Þóknanir vegna debet- og kreditkorta (143.667) (118.602)
Fjármagnstekjuskattur (4.244) (2.709)
Vaxtagjöld (1.563) (1.284)
Samtals (130.095) (109.399)
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
Rekstrarfjármunir

13. Varanlegir rekstrarfjármunir og afskriftir greinast þannig:

Bifreiðar Fasteignir Innréttingar
og annar bún.
Samtals
Stofnverð 1.1.2021 328.926 1.297.348 1.506.619 3.132.893
Viðbót á árinu 14.137 61.345 237.093 312.575
Selt og niðurlagt á árinu -41.195 -217.045 -258.240
Stofnverð 31.12.2021 301.867 1.358.693 1.526.668 3.187.229
Afskrifað 1.1.2021 156.054 784.165 652.277 1.592.496
Afskrifað á árinu 38.915 26.641 199.047 264.603
Selt og niðurlagt á árinu -34.992 -195.311 -230.303
Afskrifað 31.12.2021 159.977 810.806 656.014 1.626.797
Bókfært verð 31.12.2021 141.890 547.888 870.654 1.560.432
Afskriftarhlutföll 12-15% 2-4% 12-20%
Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Gjaldfærð afskrift ársins var 264,6 m.kr, seldar og niðurlagðar eignir námu 23 m.kr.

Fasteignamat og vátryggingamat eigna félagsins í árslok greinist þannig:

Bókfært verð Fasteignamat Brunabótamat
Fasteignir og lóðir 547.888 3.236.538 3.975.140
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
Eignarhlutar í félögum

14. Hlutabréf í Endurvinnslunni hf. eru færð á nafnverði 7.500 þús. kr.

Birgðir

15. Birgðir um áramót skiptast í áfengi, tóbak, umbúðir og rekstrarvörur:

2021 2020
Áfengi 2.466.433 2.123.152
Tóbak 202.776 178.787
Umbúðir 9.043 15.279
Rekstrarvörubirgðir 22.650 28.379
Samtals 2.700.902 2.345.597
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
Viðskiptakröfur

16. Viðskiptakröfur sundurliðast þannig:

2021 2020
Kröfur vegna greiðslukorta 933.058 975.124
Aðrar viðskiptakröfur 131.482 154.878
Samtals 1.064.540 1.130.002
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
Eigið fé

17. Yfirlit eiginfjárreikninga:

Yfirlit eiginfjárreikninga: Óráðstafað eigið fé
Eigið fé 1.1. 5.438.935
Hagnaður skv. rekstrarreikningi 1.631.092
Arður til ríkissjóðs (500.000)
Eigið fé 31.12. 6.570.027
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
Önnur mál

18. Í tengslum við starfsemi ÁTVR voru 42 húsaleigusamningar í gildi í árslok 2021

Kennitölur

19. Fimm ára yfirlit

2021 2020 2019 2018 2017
Rekstur:
Rekstrartekjur 45.050 44.904 36.969 35.291 34.276
Rekstrargjöld (43.001) (42.706) (35.619) (33.937) (32.729)
Rekstrarhagn. f. afskr. 2.049 2.198 1.350 1.354 1.547
Afskriftir (288) (276) (246) (237) (208)
Rekstrarhagnaður 1.761 1.922 1.104 1.117 1.339
Hreinar fjárm.tekjur (130) (109) (48) (6) 28
Hagnaður ársins 1.631 1.813 1.056 1.111 1.367
Efnahagur:
Fastafjármunir 1.568 1.548 1.540 1.326 1.239
Veltufjármunir 6.835 5.761 4.705 5.008 5.104
Eignir alls 8.403 7.309 6.246 6.334 6.343
Eigið fé 6.570 5.431 4.618 4.561 4.450
Skammtímaskuldir 1.833 1.878 1.628 1.773 1.893
Eigið fé og skuldir alls 8.403 7.309 6.246 6.334 6.343
Fjárhæðir eru í milljónum króna

Helstu kennitölur um afkomu og fjárhagsstöðu fyrirtækisins á síðustu fimm árum:

2021 2020 2019 2018 2017
Rek.hagn.f.afskr./Tekjur 4,5% 4,9% 3,7% 3,8% 4,5%
Veltufjárhlutfall 3,73 3,07 2,89 2,82 2,70
Eiginfjárhlutfall 78,2% 74,3% 73,9% 72,0% 70,2%
Arðsemi eigin fjár 30,0% 39,3% 23,2% 25,0% 28,2%
Fjárhæðir eru í þúsundum króna