Samfélagið
Fagmennska
Samfélagið
Fagmennska

Fagmennska, hagkvæmni og ábyrg vinnubrögð einkenna starfsemina. Lögð er áhersla á mælanleg markmið til að tryggja árangur á öllum sviðum. Við fylgjumst með og tileinkum okkur nýjungar til framfara.

Samfélagsleg ábyrgð hjá ÁTVR
Samfélagið
Samfélagsleg ábyrgð hjá ÁTVR
Skilríkjaeftirlit
Samfélagið
Skilríkjaeftirlit

Einn af mikilvægustu þáttum samfélagslegrar ábyrgðar er að tryggja að viðskiptvinir hafi náð 20 ára aldri. Starfsfólki er uppálagt og þjálfað í að spyrja viðskiptavini sem virðast 24 ára eða yngri, um skilríki. Til að efla starfsfólk í skilríkjaeftirliti eru framkvæmdar hulduheimsóknir. Viðskiptavinir á aldrinum 20 – 24 ára versla í Vínbúðunum og skila niðurstöðum til rannsóknaraðila hvort viðkomandi hafi þurft að framvísa skilríkjum. Hulduheimsóknir eru framkvæmdar í öllum Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu og einnig á Selfossi, í Reykjanesbæ og á Akureyri. Að jafnaði eru þrjár til fimm heimsóknir í mánuði í hverja Vínbúð. Árangur hulduheimsókna var 75% en markmiðið er að árangurinn sé 90%. Í kjölfar Covid hefur hlutfall þeirra sem spurðir eru um skilríki lækkað. Þá mánuði sem grímuskylda var ekki í gildi var árangurinn betri, besti árangur ársins var 86%.

Hulduheimsóknir
Niðurstaða
Markmið
Grænt bókhald
Samfélagið
Grænt bókhald

ÁTVR heldur grænt bókhald, er þátttakandi og skilar inn tölum í Vistvæn innkaup (VINN). Vistvæn innkaup eru samstarfsvettvangur opinberra aðila en markmið verkefnisins er að stuðla að vistvænum innkaupum og þar með grænum ríkisrekstri. Græn skref er leið fyrir opinbera aðila að vinna markvisst að umhverfismálum eftir skýrum gátlistum. Skrefin eru fimm og fæst viðurkenning frá Umhverfisstofnun eftir hvert skref. Allar Vínbúðir, auk höfuðstöðva og dreifingarmiðstöðvar, hafa innleitt skrefin fimm.

2020 2021 Markmið 2021
Prentun
Skrifstofupappír 4,8 3,6 4,5 kg/stg.
Prentun umhverfisvottuð 100% 100% 100% hlutfall
Einnota vörur
Plastglös 0 0 0 stk/stg.
Pappamál 70 88 5 stk/stg.
Ræstiefni
Sólarræsting 100% 100% 100% hlutfall
Ræstivörur 89% 93% 90% hlutfall
Umbúðir
Seldir plastpokar 21.279 0 0 stk./Mltr.
Strekkifilma 612 468 600 kg/Mltr.
Niðurbrjótanlegir burðarpokar 27.478 25.816 * stk/Mltr.
Margnota burðarpokar 2.367 2.998 * stk/Mltr.

Aðkeypt ræsting fyrir skrifstofu og dreifingarmiðstöð er frá Sólarræstingu, Svansvottuðu ræstingarfyrirtæki. Í Vínbúðunum sér starfsfólk um ræstingar. Alls voru 93% af ræstiefnum umhverfisvottuð.

texti samfelag-1620x1200.jpg
Umbúðir
Samfélagið
Umbúðir
Aðfangakeðjan og endurvinnsla skiptir ÁTVR miklu máli.

Endurvinnslan hf. sér um meðhöndlun allra einnota drykkjarvöruumbúða á Íslandi. Á árinu greiddi Endurvinnslan út rúmlega 3,3 milljarða krónur í skilagjald. Skil á drykkjarvöruumbúðum var 91,4% af seldum umbúðum samkvæmt tölum frá SORPU og Endurvinnslunni.

Á árinu nam heildarsala drykkjarvöruumbúða rúmlega 211 milljónum eininga, þar af voru rúmlega 58 milljónir seldar í Vínbúðunum.

Niðurstaða lífsferilsgreiningar á vörusafni sem ÁTVR vann ásamt systurfyrirtækjum á Norðurlöndum, sýndi að mestu umhverfisáhrifin voru af umbúðum. Þar komu glerumbúðir verst út, því næst var eldsneytisnotkun í vínrækt og þriðji þátturinn var orkunotkun í verksmiðjum.

Til upplýsinga fyrir viðskiptavini þá eru birtar á vöruspjaldi allra léttvínstegunda á vinbudin.is, þyngd umbúðanna og áætlað kolefnisspor þeirra. Þyngd glersins skiptir mestu máli þegar kemur að kolefnisspori glerumbúða. Áhersla hefur verið lögð á að framleiðendur noti léttgler, það er léttara en 420 g, sérstaklega fyrir vörur sem framleiddar eru í miklu magni. Í vörusafni eru vín í 750 ml glerflöskum, rauðvín, hvítvín og rósavín, í léttgleri sem er 38% miðað við selda lítra. Heildarlosun frá umbúðum var 8.287 tonn og minnkaði um 2%. Markmiðið er að minnka kolefnissporið um 20% árið 2030.

floskur hvitt_1620x1200.jpg
Losun CO2 frá umbúðum
Tonn
Heildarlosun umbúða
Tonn CO2 á milljónir seldra lítra

Markmiðið er að draga árlega um 2% úr losun, miðað við selda lítra. Meðal annars með fjölgun söluhárra tegunda í léttgleri og betri upplýsingum til viðskiptavina. Í framtíðinni má einnig búast við að aukning verði á framboði vína í öðrum gerðum umbúða sem hafa minni umhverfisáhrif en gler.

Hlutfallið á milli losunar á selda milljón lítra á milli ára fór úr 315 í 314 (tCO2/milljón lítra) eða lækkaði um tæplega 1%. Hlutfall bjórs í álumbúðum jókst, fór úr 88,7% í 89,6%.

Fjöldi eininga eftir umbúðum 2018 - 2021
Glerflöskur
Annað (box, ferna, plast ofl.)
Ál
Skil eftir tegundum umbúða hjá Endurvinnslunni
  • Ál
  • Plast
  • Gler

Stærsti hluti losunar kemur frá brugghúsum eða 5.542 tonn. Álumbúðir eiga 77% losunar en sala á bjór í álumbúðum er 90%. Álumbúðir losa minna en gler og því góð þróun.

Í léttvíni er gler með 66% hlutfall og léttgler (420 g og léttara) 16%. Markmiðið er að auka hlutfall léttglers og vistvænna umbúða.

Gler er með 79% hlutfall í sterkum vínum en léttgler aðeins 6%.

Orkunotkun
Samfélagið
Orkunotkun

Þriðjungur raforkunotkunar fyrirtækisins er á Stuðlahálsi þar sem höfuðstöðvar, dreifingarmiðstöð og Vínbúðin Heiðrún eru. Sérstakt hússtjórnarkerfi er notað til að vakta hita og rafmagnsnotkun og stýra álagi. Í grænu skorkorti er sett markmið og fylgst með orkunotkun. Til einföldunar er notkunin umreiknuð í meðal heimilisnotkun, markmið og mælingar miðast við hana. Rafmagnsnotkun á Stuðlahálsi var sambærileg notkun 121 heimilis (603.279 kWst) og lækkaði um 3% milli ára. Á lóðinni eru 22 hleðslustöðvar fyrir rafbíla auk fjögurra hleðslustöðva sem staðsettar eru við Vínbúðina Heiðrúnu. Fyrirsjáanlegt er að raforkunotkun muni aukast með stefnu um orkuskipti í samgöngum. Áfram verður unnið að því að setja upp LED ljós í byggingar.

Heitt vatn samsvaraði notkun 91 heimilis (52.363 m3) og lækkaði um 35% milli ára. Ástæða fyrir breytingunni er betri stjórn og hagstætt veðurfar.

Orkunotkun Stuðlahálsi
2020 2021 Markmið 2021 Mism. 20/21 CO2 [tonn] Útreikningar
Orkunotkun
Rafmagn 125 121 135 -3% 6,3 Heimili (5,0 Mwst.pr.ár)
Heitt vatn 69 49 65 -29% 0,0 Heimili (573,3 m3)
Heitt vatn - snjóbræðsla 71 42 60 -41% 0,0 Heimili (573,3 m3)
Rafmagnsnotkun Vínbúða

ÁTVR þekkir til fulls rafmagnsnotkun á Stuðlahálsi og á 9.644 fermetrum Vínbúða (32) eða um 71% heildarfermetrafjölda. Almenn raforkunotkun var 768 MWst á þessum fermetrum. ÁTVR hefur ekki fullnægjandi vitneskju um rafmagnsnotkun í leiguhúsnæði þar sem rafmagn er hluti af leiguverði. Þekkt rafmagnsnotkun er tæplega 1,4 GWst. Það er samdráttur um 5% frá fyrra ári. Endurnýjun húsnæðis Vínbúða á mestan þátt í að skila góðum árangri og Borgartún fór úr rekstri.

Umreiknað miðað við heildarfermetrafjölda húsnæðis er áætluð almenn notkun rafmagns tæplega 1,7 GWst á ári. Útblástur gróðurhúsalofttegunda vegna notkunar raforku er áætlaður 17,7 tonn CO2.

Rafmagn - kWst
Heitt vatn - m3

Áætlað er að 114.504 m3 af heitu vatni hafi verið notaðir.

Losun vegna rafmagnsframleiðslu er vegið meðaltal losunar frá orkuframleiðslu með jarðeldsneyti, vatnsafli og jarðvarma fyrir síðustu ár, 10,5 g CO2/kWst. Þar sem haldið er utan um alla losun frá jarðvarma í einni tölu, það er vegna framleiðslu bæði rafmagns og heits vatns, er losunarstuðull fyrir heitt vatn 0. (Umhverfisstofnun 2021)

Langstærsti hluti raforkunnar er keyptur af Orkusölunni sem gefur út og afskráir upprunaábyrgðir til samræmis við reglugerð nr. 757/2012. Ekki er fjallað um "market based" notkun.

Raforka og heitt vatn - Allt fyrirtækið
2020 2021 Eining Mismunur 20/21 Útreikningar
Áætluð heildar almenn raforkunotkun 1.777 1.686 MWst -5%
Losunarstuðull raforku 9,8 10,5 g/kWst 7% Umhverfisstofnun 2021
Kolefnisspor raforku 17,4 17,7 CO2 tonn 2%
Vínbúðir - Almenn raforkunotkun 83 80 kWst/m2 -4%
Leiðir til að minnka orkunotkun

Í allri starfsemi ÁTVR er lögð áhersla á orkusparnað og að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það fléttast inn í Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 7, Sjálfbær orka og númer 13, Aðgerðir í loftslagsmálum.

Markvisst er unnið að innleiðingu LED lýsingar í viðhaldi Vínbúða. Almenn raforkunotkun á fermetra í Vínbúðum lækkaði á milli ára, fór úr 83 kWst/fm í 80 kWst/fm.

Raforkunotkun í vínbúðum - kwst/fm
Loftslagsmál og kolefnisbókhald
Samfélagið
Loftslagsmál og kolefnisbókhald

ÁTVR hefur sett sér loftlagsmarkmið til ársins 2030 í samræmi við skuldbindingar í samstarfsverkefni Festu og Reykjavíkurborgar, að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í meginatriðum fela loftlagsmarkmiðin í sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka myndun úrgangs, innleiða sjálfbærni, mæla árangur og gefa reglulega út upplýsingar um stöðuna. Umhverfisstjórnun byggir meðal annars á mælingum þar sem notast er við grænt skorkort og GRI staðal (Global Reporting Initiative) við skrásetningu margvíslegra aðgerða í þágu samfélagsins.

Á línuritinu hér fyrir neðan eru loftslagsmarkmið ÁTVR til ársins 2030. Markmiðið er að draga úr beinni losun um 40% miðað við árið 2016.

Bein losun til 2030
Rauntala
Fólksbílar
Vörubílar
Sendiferðabílar
Kælimiðlar

Öll bein losun er kolefnisjöfnuð hjá Kolviði og flug kolefnisjafnað hjá Votlendissjóði.

Losun

ÁTVR gerir sér grein fyrir því að loftslagsbreytingar af mannavöldum eru staðreynd. Með því að skrifa undir yfirlýsingu um loftslagsmál skuldbindur fyrirtækið sig til að draga úr þeim í starfsemi sinni.

Allur
beinn útblástur er kolefnisjafnaður

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 13, Verndun jarðarinnar, er hér í öndvegi.

Allur beinn útblástur sem er 160 tonn og flug 7 tonn, er kolefnisjafnað, alls 167 tonn.

Helstu umhverfisáhrifum vegna vörudreifingar má skipta í tvennt. Annars vegar losun koltvísýrings vegna eldsneytisbrennslu og hins vegar slit á vegum. Langtímamarkmið ÁTVR er að draga úr notkun jarðefnaknúinna bifreiða. Stefnt er að því að útblástur minnki um 40% fyrir árið 2030.

Á vef Vínbúðanna má finna nánari upplýsingar um stöðu loftslagsmála, tölurnar uppfærast reglulega. Stefna ÁTVR er að vera fyrirmynd um samfélagslega ábyrgð og mynda jákvætt kolefnisfótspor sem styður náttúruna.

Gerð var loftslagsstefna og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og tók hún gildi um áramótin en allar stofnanir ríkisins og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins þurfa að setja sér loftslagsstefnu.

Bein losun - umfang 1

Akstur

Í árslok 2021 voru 51 Vínbúð í rekstri. Þær seldu 26,4 milljónir lítra af áfengi sem var dreift miðlægt frá dreifingarmiðstöð á Stuðlahálsi. Dreifingin er tvíþætt. Annars vegar með eigin bílum, um 80% af magninu, og hins vegar eru um 20% af flutningum boðnir út. Eigin bílar flytja vörur um höfuðborgarsvæðið, Borgarnes, Akranes, Suðurnes og Suðurland að Hvolsvelli. ÁTVR flytur tóbak á höfuðborgarsvæðinu með eigin bílum en býður restina út.

Við útreikninga á beinni losun frá bifreiðum er haldið um olíukaup þar sem notaður er losunarstuðullinn 2,72 fyrir dísel og 2,34 fyrir bensín, tölur eru fengnar frá Losunarstuðlum Umhverfisstofnunar.

ÁTVR nýtti tíu dísilbíla í lok árs og traktor. Tvo tengiltvinnbíla og einn rafbíl.

80%
áfengis flutt með eigin bílum ÁTVR
Akstur bifreiða
Kílómetrar
  • Fólksbílar
  • Sendiferðabílar
  • Vöruflutningabílar
  • Samtals
Jarðefnaeldsneyti
Lítrar
  • Fólksbílar - Dísel
  • Fólksbílar - Bensín
  • Vörubílar - Dísel
  • Sendiferðabílar
  • Samtals
Kælimiðlar

Kælar í Vínbúðum eru 16. Verið er að breyta kælimiðlum úr R404a í CO2. Kælimiðillinn R404a var notaður í öllum kælirýmum en hann hefur ekki áhrif á ósonlagið heldur mikil gróðurhúsaáhrif. Losun af einu kg af R404a hefur sömu áhrif og 3.922 kg af koldíoxíði (1 x 3.922 GWP (e. Global Warming Potential)). Kælikerfin eru lokuð og engin óhöpp urðu í kælimiðlum á árinu. Í kerfunum eru 10 kg af kælimiðli. Notast er við sömu aðferð og í Danmörku en þar er áætlað að 3% tap sé af kælimiðli á ári. Því er áætlað að 12 tonn af koldíoxíð ígildum (CO2-ig.) losni á ári. Samdráttur í losun milli síðustu ára skýrist af því að Vínbúðin í Borgartúni lokaði. Enn eru 10 Vínbúðir með R404a kælimiðla. Verður þeim skipt út á komandi árum.

CO2
kælimiðill í stað R404a
Kolefnisjöfnun

Bein heildarlosun er 160 tonn af CO2 sem er kolefnisjöfnuð hjá Kolviði, það samsvarar því að gróðursetja 1.600 tré. Þau tré munu taka þátt í andardrætti Íslands um ókomin ár.

Kolefnisspor ÁTVR
Bein losun CO2-ígildi í tonnum

Óbein losun - umfang 2

Raforku- og varmanotkun

Rafmagnsnotkun dróst saman á Stuðlahálsi og í Vínbúðum. Á móti hækkaði losunarstuðullinn.

Áætlað er að notað hafi verið tæplega 1,7 GWst rafmagn og 115 þúsund rúmmetrar af heitu vatni fyrir allan rekstur. Áætlaður útblástur er að 18 tonn losni við framleiðslu rafmagns.

1,7
GWst rafmagn fyrir allan rekstur
Raforkunotkun
Tonn CO2 Áhrif 2020 2021 Breyting 20/21
Raforkunotkun Óbein-2 17 18 6%

Óbein losun - umfang 3

Umbúðir vörusafns

Vörusafnið hefur stærsta kolefnissporið. Árið 2014 hófst vinna við lífsferilsgreiningu á vörusafni, þá kom í ljós að umbúðir sköpuðu stærsta kolefnissporið. Í kjölfarið var farið að greina kolefnisspor umbúða og þá sást að glerumbúðir eru með stærsta sporið. Með losunarstuðlum sem komu úr greiningunni er hægt að reikna kolefnisspor umbúða. Heildarkolefnisspor umbúða er 8.287 tonn og minnkaði um 2% milli ára.

ÁTVR hefur reiknað heildar kolefnisspor rekstrarins og er það 29.760 tonn CO2-ig. Langstærsti hlutinn er í aðfangakeðjunni, umfangi 3, eða rúm 99%.

8.287
tonn, heildar kolefnisspor umbúða

Losun í umfangi 3 - 29.760 tonn CO2

  • Drykkjavöru- framleiðsla 35%
  • Umbúða- framleiðsla 28%
  • Alþjóðlegur flutningur 23%
  • Tóbaks- framleiðsla 8%
  • Önnur losun 6%

Útreikningar eru unnir úr lífsferilsgreiningu sem gerð var fyrir vörusafnið af 2.-0 LCA consultants, lífsferli umbúða frá finnska fyrirtækinu Gaia og niðurstöðu kolefnisútreikninga Alko.

Framleiðsla á drykkjum og umbúðum þeirra veldur mestu losuninni. Framleiðsla á drykkjum stendur fyrir stærsta hluta kolefnisfótsporsins, 35% (10.296 tCO2e). Næstmesta losunin stafar af framleiðslu drykkjarvöruumbúða 28% (8.287 tCO2e) og millilandaflutningum á sjó og landi, 23% (6.915 tCO2e).

Í drykkjarframleiðslu er allur ferillinn tekinn með í útreikninginn, fyrir utan umbúðaframleiðslu, sem þó er 45% af heildarlosun. Önnur losun skiptist í landbúnað og landnotkun (17%), framleiðslu og geymslu (37%), millilandaflutninga (2%), smásölu (8%) og neyslu á drykkjarvörum (9%). Við lok endingartíma dragast 18% frá losun vegna skila á umbúðum.

Samdráttur á milli ára var 3%.

Flutningur vöru

Umfang aksturs þriðja aðila vegna dreifingar áfengis á landsbyggðinni er tæplega 5,2 milljónir lítra, 248 tonn af CO2. Það eru 20% af seldu heildarmagni áfengis. Miðað er við rauntölur kolefnisfótspors frá Samskipum, 107,6 g/tonnkm.

Flug starfsfólks

Starfsfólk ÁTVR flaug fjórar ferðir til og frá Íslandi á árinu 2021. Samkvæmt reiknilíkani ICAO þá er losun þessara ferða samtals 2 tonn af CO2.

Í innanlandsflugi voru farnar samtals 57 ferðir, flestar til Akureyrar. Samkvæmt reiknilíkaninu var losun samtals 5 tonn CO2. Þó flug falli undir óbein áhrif var ákveðið að kolefnisjafna allt flug hjá Votlendissjóði. Alls voru 7 tonn kolefnisjöfnuð. Endurheimt votlendis vinnur með Heimsmarkmiði númer 14, Líf í vatni, og númer 15, Líf á landi, sem stuðlar að líffræðilegum fjölbreytileika.

Ferðavenjur til og frá vinnu

Könnun á ferðavenjum starfsfólks til og frá vinnu var endurtekin. Niðurstaðan var að 84 tonn af CO2 losna út í andrúmsloftið vegna samgangna starfsfólks. Niðurstaða ársins er betri en fyrri ára sem skýrist meðal annars af fækkun ársverka, meðalvegalengd frá vinnustað lækkaði í 6,5 km og minni mengun kemur frá einkabílum, fór úr 129 g/km í 107 g/km. Hins vegar fækkaði samgöngusamningum við starfsfólk.

Losun starfsmanna CO2 - til og frá vinnu

Haldið verður áfram að hvetja starfsfólk til að nota vistvæna samgöngumáta og hefja orkuskipti á bifreiðum. Markmiðið er að ná undir 80 tonn vegna losunar starfsfólks til og frá vinnu á næsta ári.

Urðun úrgangs

Urðaður úrgangur var um 74 tonn á síðasta ári, lækkaði endurvinnsluhlutfallið í 80% og kolefnissporið fór í 65 tonn af CO2. Einnig er eitt tonn í losun vegna lífræns úrgangs til jarðgerðar.

Sjóflutningur tóbaks og áfengis

Með nákvæmari losunartölum frá flutningsaðilum verða tölurnar raunhæfari. Í útreikningum var miðað við 31 g/tonnkm frá Eimskip. (Kolefnisreiknir Eimskips 2021)

Sjóflutningur áfengis er 2.063 tonn af CO2 og lækkar milli ára um 4%. Helsta skýring er 1,6% minnkun í sölu og minni sala frá nýja heiminum. Sjóflutningur neftóbaks er áætlaður 13 tonn og lækkar um 35%, en 35% samdráttur er í sölu og kemur hráefnið að stórum hluta frá Filippseyjum. Sjóflutningur reyktóbaks er 26 tonn og lækkar um tvö tonn vegna samdráttar í sölu. Miðað er við flutningsleiðina Reykjavík - Portland.

Heildarlosun sjóflutninga er 2.100 tonn. Landflutningur hjá framleiðendum er áætlaður 2/3 af alþjóðlegum flutningum og er hann því 4.815 tonn. Hlutfallsleg tala er fengin frá Alko. Heildarlosun alþjóðaflutnings er því 6.915 tonn.

Tóbak

Nýir útreikningar á kolefnisspori tóbaks eru fengnir úr lífsferilsgreiningu: „Cigarette Smoking: An Assessment of Tobacco’s Global Environmental Footprint Across Its Entire Supply Chain“ (American Chemical Society 2018).

Dæmigerð sígaretta hefur vatnsspor upp á 3,7 lítra og losun upp á 14 g CO2e. Heildarlosun tóbaks sem fer í gegnum heildsölu hjá ÁTVR er 2.552 tonn.

Ytri umbúðir

Ytri umbúðir utan um vörusafnið vegna flutninga eru pappír, bretti og plast. Áætlað er að losun sé um 738 tonn af CO2 og er miðað við tölur frá Alko. Losunartalan er fundin út með því að bera saman tölur á hlutfalli losunar hjá ÁTVR og Alko í Finnlandi.

Viðhaldsframkvæmdir

Hér eru innréttingar, fjárfestingavörur, eldsneyti og orkutengd notkun. Tölur sem styðjast við útreikninga hjá Alko. Áætlað kolefnisspor er 566 tonn af CO2.

Bílaleigubílar og leigubílar

Bílaleigan Höldur er með ISO 14001 vottun og voru allir bílar leigðir þaðan. Alls voru 11.158 km keyrðir og var losun rúmt tonn. Leigubílar voru notaðir í 500 km og losuðu um 60 kg. Stefnan er ávallt sú að panta vistvæna leigubíla.

Kolefnisbókhald
Tonn CO2 Áhrif 2020 2021 Breyting 20/21
Eigin flutningabílar Bein 116 114 -2%
Eigin fólksbílar Bein 21 19 -10%
Eigin sendiferðabílar Bein 15 15 0%
Kælimiðlar Bein 13 12 -8%
Samtals 165 160 -3%
Drykkjavöruframleiðsla Óbein-3 10.450 10.296 -1%
Framleiðsla umbúða Óbein-3 8.439 8.287 -2%
Alþjóðlegur flutningur Óbein-3 7.224 6.915 -4%
Tóbaksframleiðsla Óbein-3 2.751 2.552 -7%
Ytri umbúðir Óbein-3 751 738 -2%
Viðhaldsframkvæmdir Óbein-3 576 566 -2%
Innlendur vöruflutningur Óbein-3 240 248 3%
Starfsfólk ferðir til og frá vinnu Óbein-3 125 84 -33%
Úrgangur Óbein-3 31 66 113%
Flug og leigubílar Óbein-3 9 8 -11%
Losun GHL - samtals 30.596 29.760 -3%
Kolefnisjöfnun - bein losun -Kolviður 161 160 -1%
Kolefnisjöfnun - flug - Votlendissjóður 7 7 0%
Kolefnisjöfnun - skógrækt á lóð ÁTVR 4 0 -100%
Kolefnisspor: 30.606 29.771 -3%
CO2 á selda milljón lítra [tonn] 1.148 1.135 -1%
CO2 á stöðugildi [tonn] 87 88 0%
Tonn CO2 Áhrif 2020 2021
Umfang 1 Bein 165 160 -3%
Umfang 2 Óbein 17 18 6%
Umfang 3 Óbein 30.596 29.760 -3%
Losun GHL - Samtals 30.778 29.938 -3%
2%
minni kolefnislosun mv. selda lítra
Kolefnisjöfnun hjá ÁTVR
Tonn CO2
  • Samtals
  • Bein losun - Kolviður
  • Flug - Votlendissjóður
  • Skógrækt á lóð ÁTVR
  • Flug - Kolviður
Úrgangur

Heildarúrgangur frá ÁTVR minnkaði um 2% og samdráttur í endurvinnslu um 8%. Blandaður úrgangur jókst mikið, rúmlega tvöfaldaðist vegna framkvæmda. Umfang á grófum úrgangi er vegna viðhaldsframkvæmda og er breytilegt á milli ára. Grófur úrgangur tengist ekki daglegum rekstri heldur oftast tímabundnum framkvæmdum. Má þar nefna steinsteypu, innréttingar og byggingarhluta úr timbri.

Eins og sést í töflunni hér að neðan flokkaði Vínbúðin 306 tonn af vigtuðum úrgangi. Þannig kom fyrirtækið í veg fyrir að út í andrúmsloftið losnuðu gróðurhúsalofttegundir sem jafngilda rúmlega 1.703 tonnum** af CO2. Það samsvarar ársnotkun á 568 fólksbílum (miðað við 3 tonn losun á fólksbíl) eða akstri allra bifreiða ÁTVR í 12 ár.

Flokkaður úrgangur
306
tonn
Rúmlega
99%
af losun CO2 er í virðiskeðjunni

Fjárhagslegur ávinningur er að því að flokka úrgang. Ef fyrirtækið þyrfti að greiða förgunargjöld þá væri kostnaður tæpar 5 milljónir en í staðinn fær fyrirtækið tekjur upp á tæpar 2 milljónir fyrir sölu á pappír og plasti. Endurvinnsluhlutfall fyrirtækja á Íslandi eru undir 50% og því liggja mikil verðmæti í úrgangi.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 12, Ábyrg neysla, er eitt af mikilvægustu markmiðum ÁTVR. Stefnt var að 94% endurvinnsluhlutfalli úrgangs sem náðist ekki. Markmiðið verður áfram 94% fyrir næsta ár. Árið 2030 verður markmiðið að ná 98% endurvinnsluhlutfalli. Innleiðing á Grænum skrefum í ríkisrekstri er mikilvægt skref til að ná þessum áfanga.

Úrgangur
TONN - vigtaður úrgangur Umhverfisáhrif 2020 2021 % breyting CO2-e losun
Endurunnið
Bylgjupappi** Hverfandi áhrif vegna endurvinnslu, óbein áhrif vegna flutnings 272 242 -11,2 -1.623
Plastumbúðir Hverfandi áhrif vegna endurvinnslu, óbein áhrif vegna flutnings 36,7 33,8 -7,9 -15
Pappír Hverfandi áhrif vegna endurvinnslu 6,3 6,0 -4,9 -40
Önnur flokkun Hverfandi áhrif vegna endurvinnslu 9,4 8,7 -7,2 -14
Lífrænt til moltugerðar Hverfandi áhrif vegna endurvinnslu 7,6 7,7 1,9 1
Samtals endurunnið 332,2 305,8 -8,0 -1.690
Urðað
Blandaður úrgangur* Jarðvegsmengun 23,4 74,1 217,1 65
Samtals urðað 23,4 74,1 217,1 65
Samtals endurunnið og urðað 355,6 379,9 6,8 -1.625
Endurvinnsluhlutfall, % 93 80
Grófur úrgangur 50,9 19,2 -62,3 0
Áætlaður heildarúrgangur 406 399 -1,8
Úrgangur - á milljón lítra [tonn] 15,2 15,1 -0,2
Blandaður úrgangur - á milljón lítra [tonn] 0,87 2,81 222,2
* Blandaður úrgangur margfaldaður með stuðlinum 1,3 (áður 1,75), losunarstuðlar Umhverfisstofnunar 2020.

** Bylgjupappi er margfaldaður með CO2-ígildis stuðlinum 6,71, plastumbúðir með stuðlinum 0,433 og grófur úrgangur og önnur flokkun með 1,6. Miðað er við að viðbótarvinna tækja sem valda útblæstri koldíoxíðs sé sambærileg hvort sem bylgjupappi og pappír sé fluttur á urðunarstað til urðunar eða fluttur úr landi til endurvinnslu. Metan er margfaldað með stuðlinum 25. Heimild: Guidelines for the use of LCA in the waste management sector. Helga J. Bjarnadóttir, Guðmundur B. Friðriksson ofl.
*** Lífrænn úrgangur til jarðgerðar, margfaldaður með stuðlinum 0,172, losunarstuðlar Umhverfisstofnunar 2020.
Endurvinnsluhlutfall
Úrgangur - til endurvinnslu
Magn í tonnum
Umhverfislög og reglur
Samfélagið
Umhverfislög og reglur

Fyrirtækið hefur aldrei fengið sektir né viðurlög vegna brota gegn umhverfislögum og -reglum.